Um okkur

Ale ITALIA er ný vefverslun sem býður upp á hágæða ólífuolíur frá Sikiley á Ítalíu. Fljótlega munum við bjóða upp meira úrval og fleiri útgáfur af ólífuolíum. 

Hugmyndin að Ale Italia kviknaði fyrir mörgum árum á Ítalíu en varð ekki að veruleika fyrr en á síðasta ári á Sikiley þegar við fundum réttu vöruna til að byrja með í sölu. 

Stefna okkar í framtíðinni er bæta við vöruúrvalið og bjóða upp á fleiri hágæða Ítalskar vörur, bæði matvörur, gjafavörur o.fl.

-

Við hjónin, Giuseppe Russo(Peppi) sem er Sikileyjingur/Íslendingur og Anna Lilja Elvarsdóttir, erum fólkið á bak við Ale ITALIA.

Ítalía á sérstakan stað í hjörtum okkar, við trúlofuðumst í Róm og giftum okkur í Toskana. Peppi hefur farið í heimsóknir til ættingja sinna á Sikiley frá barnsaldri og sem hjón höfum við ferðast mikið og víða um Ítalíu.

Við vonum að þið njótið ljúffengu ólífuolíanna frá Ale ITALIA.

Buon appetito!