Um okkur

Ale Italia – handvaldar ítalskar vörur
Ale Italia er ný vefverslun sem sérhæfir sig í innflutning á sérvöldum hágæða vörum beint frá Ítalíu. Smá saman munum við bæta við úrvalið af fleiri einstökum ítölskum vörum, bæði matvöru og gjafavöru. 

Hugmyndin að Ale Italia kviknaði fyrir mörgum árum á Ítalíu en varð að veruleika á síðasta ári þegar við fundum réttu vöruna til að hefja sölu.
Markmið okkar er að bjóða aðeins uppá vörur sem eru einstakar og persónulega valdar sem skilar sér í gæðum og karakter. Við leggjum metnað okkar í að velja vörur sem sameina fallega hönnun, hágæða vinnslu og handverk.

Allar vörur sem við bjóðum upp á er án milliliða og fjöldaframleiðslu – þannig tryggjum við að vörurnar séu 100% upprunalegar og unnar í Ítalíu.



Við hjónin, Giuseppe Russo(Peppi) sem er Sikileyjingur/Íslendingur og Anna Lilja Elvarsdóttir, erum fólkið á bak við Ale ITALIA.

Ítalía á sérstakan stað í hjörtum okkar, við trúlofuðumst í Róm og giftum okkur í Toskana. Peppi hefur farið í heimsóknir til ættingja sinna á Sikiley frá barnsaldri og sem hjón höfum við ferðast mikið og víða um Ítalíu.

Við vonum að vörurnar frá Ale Italia færi ykkur smá ítalska upplifun og stemningu inn á heimilið ykkar!

Buon appetito!