Ólífuviður
ALE ITALIA SELUR EINSTÖK OG SÉRHÖNNUÐ VERK ÚR ÓLÍFUVIÐ BEINT FRÁ ÍTALÍU.
Ólífuviðarvörur eru einstakar þar sem engin tvö stykki eru eins; náttúran sjálf mótar hverja vöru og gefur henni sál sem engin fjöldaframleiðsla getur endurskapað.
Vörurnar okkar eru handgerðar í Umbria á Ítalíu af Arte Legno, fjölskyldufyrirtæki sem hefur skapað hágæða ólífuviðarvörur síðan 1977. Þar vinna reyndir handverksmenn hvert stykki af nákvæmni og ástríðu, með djúpa virðingu fyrir náttúrunni og efninu.
Arte Legno notar einungis 100% náttúrulegan ólífuvið sem er olíuborinn án allra aukaefna, þannig að náttúrulegt litbrigði, æðamynstur og hlý áferð viðarins fá að njóta sín. Þar sem ólífuviður er lifandi náttúrulegt efni er hver vara einstök — með sínu eigin mynstri, formi og karakter.
Arte Legno vinnur með sjálfbæra nýtingu þar sem viðurinn kemur eingöngu frá reglulegri klippingu gamalla ólífutrjáa, en ekki fellingu. Þannig nýta þeir tré sem halda áfram að vaxa og lifa, á sama tíma og þeir varðveita rótgróna ítalska handverkshefð.
Útkoman er safn af endingargóðum og náttúrulega fallegum vörum sem færa ósvikna ítalska fegurð og hlýja nærveru inn í eldhús og borðhald íslenskra heimila.
UMHIRÐA OG VIÐHALD ÓLÍFUVIÐAR
Hvernig á að hreinsa án þess að skemma vöruna:
- Notaðu mjúkan klút vættan í volgu vatni til daglegrar hreinsunar.
- Ef þörf er á má bæta við örlitlu magni af hlutlausum uppþvottalegi.
- Skolaðu vandlega með hreinu vatni og þurrkaðu strax með mjúkum klút eða eldhúspappír.
- Ekki leggja viðinn í bleyti í vatni í langan tíma.
- Ekki nota sterka hreinsiefni eða leysi.
- Ekki setja ólífuvið í uppþvottavél.
- Þurrkaðu vel eftir hvern þvott til að koma í veg fyrir myglu.
- Geymdu vöruna í þurru rými, fjarri hita og beinu sólarljósi.
Hvernig á að halda viðnum fallegum
- Með reglulegu millibili er gott að bera á viðinn matar olíu, til dæmis ólífuolíu eða fræolíu.
- Berðu olíuna á með mjúkum klút og nuddið varlega.
- Látið olíuna liggja á yfirborðinu í 15–20 mínútur.
- Þurrkaðu síðan af umframolíu með þurrum, mjúkum klút.
Viðbótarupplýsingar og ráðleggingar
- Ólífuviður er náttúrulegt og einstakt efni með mikla eðlisþyngd og náttúrulegri olíu sem gerir hann endingargóðan og þolinn gegn blettum og bakteríum, ef rétt er hugsað um hann.
- Allar vörur eru vottaðar fyrir snertingu við mat (MOCA-vottun) og eru því fullkomlega öruggar til notkunar í eldhúsi.
- Viðurinn er fenginn á sjálfbæran hátt úr klippingu og snyrtingu ólífutrjáa, en ekki úr fellingu þeirra.
- Með réttri umhirðu geta hlutir úr ólífuviði endst í áratugi.
Algengar spurningar
- Af hverju þarf að bera á viðinn? – Til að verja hann gegn þurrki og viðhalda náttúrulegum lit og gljáa.
- Má nota uppþvottavél? – Nei, hún getur sprengt viðinn og eyðilagt náttúrulegu olíuna í viðum.
- Er viðurinn öruggur fyrir matvæli? – Já, hann er vottaður og 100% náttúrulegur.
- Hversu lengi endist viðurinn? – Með réttri umhirðu getur hann enst í áratugi.