Sagan af Testa di moro

Testa di moro - Moor’s head - Mára höfuð          


Testa di moro er eitt helsta og frægasta tákn Sikileyjar, 

Í Sikiley má finna þessi höfuð nánast allstaðar og eru þau yfirleitt búin til úr keramik, eru litrík en í allskonar mismunandi útgáfum, bæði sem karlmanns og konu höfuð.

Mára höfuðin sér maður einnig í allskonar mismunandi verkum, í list, skartgripum, á merkingum og m.fl. 

-

En sagan segir frá því að um árið 1000, á tíma og yfirráðum Máranna á Sikiley, þá bjó falleg stúlka í arabíska Kalsa hverfinu í hjarta Palermo.

Hún eyddi dögum sínum í að helga sig plöntunum sínum. Dag einn, ofan af gróskumiklum svölum, tók Mári eftir henni og um leið og hann sá hana varð hann ástfanginn af henni og hikaði ekki við að lýsa yfir ást sinni til hennar. 

Stúlkan sem var heilluð af þessari yfirlýsingu, endurgoldi ástríðufullar tilfinningar Márans, en saga þeirra, sem hófst með slíkum eldmóði, átti eftir að vera skammvinn. Fljótlega uppgötvaði unga konan að ástvinur hennar þurfti að snúa aftur til Austurs þar sem kona hans og börn biðu hans.

Um miðja nótt, svikin og niðurlægð, gaf stúlkan sig á vald afbrýðisemi og banvænni reiði og drap Márann sinn í svefni. Hún hjó síðan af honum höfuðið og bjó til eins konar vasa þar sem hún plantaði basil spírunni sem hún annaðist dag eftir dag. 

Þökk sé mikilli grósku og ávanabindandi ilm basil plöntunnar, sem talin er konungs jurt, þá vakti stúlkan öfund nágranna sinna sem sóuðu engum tíma í reyna líkja eftir henni og búa til vasa úr terracotta með sömu eiginleikum og Mára höfuðið.

ROMANO VINCENZO, olíuframleiðandinn af olíunum sem við seljum hjá ALEITALIA, lét hanna og búa til flöskur sem eru eins og Mára höfuð en innihalda eina bestu olíuna frá Sikiley, framleidda í hlíðum eldfjallsins Etnu í Bronte.

Margir hafa tekið það upp að handmála liti á hvítu og svörtu olíuflöskurnar frá ROMANO og minna þær þá enn meira á hið klassíska Mára höfuð.

 

 
Olíuflöskurnar frá Romano handmálaðar.